Fá um 80% endurgreitt frá íslensku bönkunum

Bæjarfulltrúar sæta harðri gagnrýni eftir að hafa fjárfest í íslensku …
Bæjarfulltrúar sæta harðri gagnrýni eftir að hafa fjárfest í íslensku bönkunum Reuters

Opinber fyrirtæki og stofnanir í Wales fá um 80% endurgreitt af innistæðum sínum hjá íslensku bönkunum, samkvæmt frétt á vefnum Walesonline. Þar kemur fram að lögregla og bæjarstjórnir í Wales hafi átt um 66 milljónir punda, 13,4 milljarða króna, inni á reikningum íslensku bankanna, þar á meðal hjá Heritable bankanum sem var í eigu Landsbankans.

Segir í fréttinni að kreppan hafi vakið upp spurningar um fjárfestingar opinberra aðila á fjármálamörkuðum. Oft hafi bæjarfulltrúar, sem ekki þekkingu til, fjárfest án þess að hafa fengið samþykki frá yfirmönnum sínum. Í mörgum tilvikum komi leiðbeiningar frá ráðgjöfum sem hafi ekki reynst starfi sínu vaxnir og ráðleggingar byggðar á skýjaborgum.

Kemur fram á Walesonline að Ernst and Young, skiptastjórar íslensku bankanna í Bretlandi, hafi staðfest að fjárfestar geti átt von á því að fá um 80% af fé sínu endurgreitt innan fárra ára.

Sjá nánar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK