Fyrirtæki bankanna á markað?

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Viðræður hafa verið um að þau fyrirtæki, sem ríkisbankarnir hafa yfirtekið verði skráð á markað og almenningi og fagfjárfestum boðið að kaupa hlutabréf í þeim. þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, að bankastjórar ríkisbankanna þriggja hafi lýst yfir auknum áhuga á að markaðsvæða fyrirtæki sem hafi komist í þeirra hendur á haustdögum.

„Aðstæður eru fyrir hendi og markaðurinn er tilbúinn. Bankarnir verða sjálfir að ákveða hvaða fyrirtæki þeir telja að séu í þeim búningi að vera markaðshæf og hvort þeir telji hagstætt að fara inn á markaðinn," segir Þórður við blaðið.

Fram kemur að áætlanir séu um að fimmtán fyrirtæki verði skráð á markað í Kauphöllinni á næstu misserum og um helmingur þeirra kunni að koma úr eignaumsýslufélögum bankanna, hugsanlega megi skrá einhver fyrirtæki á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK