Hlutafé Marel eykst um 18%

Marel
Marel

Stjórn Marel Food Systems hf. (Marel) ákvað að taka tilboðum að upphæð 7 milljarðar króna, sem jafngildir 38 milljónum evra, eftir hlutafjárútboð á meðal fagfjárfesta sem lauk í dag. Stefnt var að 15% aukningu en tilboð bárust um kaup á alls 111.136.497 nýjum hlutum, sem jafngildir 18% aukningu. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að stjórnin ákvað að taka öllum tilboðum, sem komu frá íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum og innlendum fagfjárfestum.

Theo Hoen, forstjóri Marel, segist ánægður og þakklátur fyrir góða þátttöku innlendra og erlendra fjárfesta í hlutafjárútboði Marel.  „Með útboðinu hefur fjárhagsstaða félagsins styrkst enn frekar.  Framundan er tímabil innri vaxtar og uppskeru eftir vel heppnaðan ytri vöxt síðustu ára. Áhersla verður nú lögð á að bæta arðsemi rekstrarins og ná fram allri þeirri rekstrarhagkvæmni sem sameining Marel og Stork býður upp á.“

Gengi í útboðinu var kr. 63 á hlut. Með útboðinu leysir Marel til sín 61,8% af skuldabréfaflokki MARL 06 1 og 17,6% af skuldabréfaflokki MARL 09 1.

Stjórn Marel hefur í kjölfar útboðsins samþykkt að auka hlutafé félagsins um 111.136.497 hluti. Hlutafjárhækkunin nemur 18% og verður heildarhlutafé Marel 727.136.497 hlutir eftir aukninguna. Gjalddagi hinna nýju hluta er miðvikudaginn 2. desember næstkomandi. Marel mun óska eftir því að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland eigi síðar en miðvikudaginn 9. desember næstkomandi.

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Marel en tilgangur útboðsins var að styrkja frekar fjárhagsgrunn Marel, draga úr gengisáhættu og lækka fjármögnunarkostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka