Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands

Byggingakranar sjást víða í Dubai
Byggingakranar sjást víða í Dubai Reuters

Skuldatryggingaálag á ríkisskuldabréf Dubai hélt áfram að hækka í morgun og hefur hækkað um rúma 100 punkta það sem af er degi en skuldatryggingaálag eignastýringafélagsins Dubai World, sem er í eigu ríkisins, hefur hækkað um rúma 200 punkta. Tekið er fram í frétt Reuters fréttastofunnar að skuldatryggingaálag Dubai sé nú hærra heldur en Íslands og Lettlands.

Álag á ríkisskuldabréf Dubai til fimm ára er nú 670,1 punktur en var við lokun markaða í gær 541,2 punktar. Á miðvikudag var það um 300 punktar en á miðvikudagskvöldið var tilkynnt um að Dubai World gæti ekki staðið við afborganir á lánum næstu sex mánuði. Hefur þetta haft gríðarleg áhrif á fjármálamarkaði víða um heim.

Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti staðið við skuldbindingar sínar.

Álagið í dag þýðir að það kostar 670 þúsund Bandaríkjadali að tryggja 10 milljón dala skuld ríkissjóðs  Dubai til fimm ára.

Skuldabréf Dubai Ports World til fimm ára bera nú 818,5 punkta skuldatryggingaálag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK