Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands

Byggingakranar sjást víða í Dubai
Byggingakranar sjást víða í Dubai Reuters

Skulda­trygg­inga­álag á rík­is­skulda­bréf Dubai hélt áfram að hækka í morg­un og hef­ur hækkað um rúma 100 punkta það sem af er degi en skulda­trygg­inga­álag eign­a­stýr­inga­fé­lags­ins Dubai World, sem er í eigu rík­is­ins, hef­ur hækkað um rúma 200 punkta. Tekið er fram í frétt Reu­ters frétta­stof­unn­ar að skulda­trygg­inga­álag Dubai sé nú hærra held­ur en Íslands og Lett­lands.

Álag á rík­is­skulda­bréf Dubai til fimm ára er nú 670,1 punkt­ur en var við lok­un markaða í gær 541,2 punkt­ar. Á miðviku­dag var það um 300 punkt­ar en á miðviku­dags­kvöldið var til­kynnt um að Dubai World gæti ekki staðið við af­borg­an­ir á lán­um næstu sex mánuði. Hef­ur þetta haft gríðarleg áhrif á fjár­mála­markaði víða um heim.

Skulda­trygg­inga­álag er álag ofan á grunn­vexti skulda­bréfs sem mæl­ir hvað það kost­ar fjár­festa að kaupa vá­trygg­ingu gegn því að út­gef­andi skulda­bréfs geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Álagið í dag þýðir að það kost­ar 670 þúsund Banda­ríkja­dali að tryggja 10 millj­ón dala skuld rík­is­sjóðs  Dubai til fimm ára.

Skulda­bréf Dubai Ports World til fimm ára bera nú 818,5 punkta skulda­trygg­inga­álag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK