Slitnað upp úr makrílviðræðum

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Illa gengur í viðræðum Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja um makrílkvóta fyrir næsta ár. Segja norskir fjölmiðlar að í morgun hafi slitnað  upp úr viðræðununum, sem staðið hafa í vikunni í Edinborg í Skotlandi.

Norska fréttastofan NTB segir, að andrúmsloftið á fundunum hafi ekki verið jákvætt en Norðmenn eru afar reiðir yfir því, að Evrópusambandið rak í haust norsk makrílveiðiskip út úr lögsögu ESB milli Skotlands og Noregs. Þá hefur það ekki bætt úr skák að Færeyingar hafa krafist hærra hlutfalls af heildarkvótanum.

Íslendingar fengu ekki að taka þátt í samningaviðræðunum þrátt fyrir kröfur þar um. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti nýlega um þá einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að íslensk skip fá að veiða 130.000 tonn af markíl á næsta ári, þar af 20.000 tonn á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK