Undirbýr mál gegn Íslandi

DekaBank hefur ákveðið að undirbúa málssókn gegn íslenska ríkinu vegna …
DekaBank hefur ákveðið að undirbúa málssókn gegn íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna. mbl.is

Þýski bank­inn Deka­Bank er að und­ir­búa mál­sókn gegn ís­lenska rík­inu í þeim til­gangi að fá neyðarlög­un­um frá því í októ­ber á síðasta ári hnekkt. Neyðarlög­in tryggðu for­gang þeirra sem áttu inni­stæður í ís­lensku bönk­un­um fram yfir er­lenda lána­drottna.

Lög­fræðing­ur, sem er að und­ir­búa máls­sókn fyr­ir hönd bank­ans, sagði í sam­tali við Reu­ters að það væri „skelfi­leg til­hugs­un“ að fara í mál við ríki þar sem það gæti opnað flóð nýrra krafna á Ísland sem væru miklu hærri en þeir 5 millj­arðar punda sem landið skuldaði Bret­um og Hol­lend­ing­um.

Deka­Bank er einn stærsti bank­inn í Þýskalandi. Lög­fræðing­ur bank­ans seg­ir að hann sé ekki til­bú­inn til þess að gefa upp von um að end­ur­heimta eitt­hvað af því tapi sem hann varð fyr­ir vegna viðskipta við ís­lenska banka. Talsmaður Deka­Bank, Markus Rosen­berg, staðfesti að bank­inn væri að und­ir­búa dóms­mál gegn ís­lenska rík­inu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka