Eignarhald Arion banka að skýrast

Í dag ætti að koma í ljós hvort að skilanefnd Kaupþings, fyrir hönd kröfuhafa, taki þann kost að eignast 87% hlutafjár í Arion banka. Eins og kunnugt er þá átti niðurstaðan að liggja fyrir í lok október síðastliðinn en fjármálaráðuneytið og skilanefndin urðu ásatt um að lengja frest skilanefndarinnar til 30. nóvember.

Nýti kröfuhafa sér ekki þann kost að eignast 87% hlutafjár verður bankinn í eigu íslenska ríkisins að fullu en skilanefndin hefur þó samt sem áður kauprétt að 90% hlutafjár á árunum 2011-2013, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK