Aðeins um helmingur fyrirtækja hefur skilað inn ársreikningum fyrir rekstrarárið 2008. Formlegur frestur til þess rann út í lok ágúst sl.
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir aðspurð að bankakreppan hafi ekkert með þetta að gera, íslensk fyrirtæki hafi jafnan verið eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Erlendis skili yfir 90% fyrirtækja ársreikningum á réttum tíma, enda séu viðurlög víðast hvar mjög ströng við síðbúnum skilum.