Dubai líkara Lettlandi en Íslandi

Ótti við yfirvofandi greiðsluþrot Dubai hefur haft mikil áhrif á …
Ótti við yfirvofandi greiðsluþrot Dubai hefur haft mikil áhrif á fjármálamörkuðum síðustu daga. Reuters

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir, að þótt ástandinu í Dubai, þar sem hætta er á að ríkisfyrirtæki lendi í greiðsluþroti, hafi verið líkt við ástandið á Íslandi eftir bankahrunið séu hliðstæðurnar við Lettland mun meiri.

Í svonefndum Alphaville dálki í blaðinu segir, að Lettland sé sjálfstætt ríki, sem sé háð örlæti utanaðkomandi ríkja svo það geti staðið við skuldbindingar sínar.

Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum, að fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafi á fundi sínum í dag rætt um hættuna á því, að Grikkland verði „næsta Ísland" eins og það er orðað og verði í raun gjaldþrota. Ástæðan sé sú, að eftir gríðarleg útgjöld, meðal annars vegna ólympíuleikanna árið 2004, sé hætta á að landið geti ekki greitt opinberar skuldir.  

Alphaville

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK