Hagnaður af rekstri N1 fyrir skatta nam 923 milljónum fyrir skatta fyrstu tíu mánuði ársins samanborið við rúmlega 2,1 milljarðs tap á sama tímabili í fyrra.
Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra, hefur rekstur N1 gengið betur á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarhorfur fyrirtækja á næsta ári séu hins vegar verri en verið hafi í langan tíma. Verulegar kostnaðarhækkanir hafa dunið yfir á árinu og 61% hækkun tryggingagjalds á millli ára sé ekki til þess fallið að örva atvinnusköpun.
Reikna megi með verulegum samdrætti í neyslu á næsta ári í kjölfar minnkandi kaupmáttar og hærri álaga.