Hlutabréfavísitölur falla við Persaflóa

Fjármálamarkaðir í Miðausturlöndum skjálfa
Fjármálamarkaðir í Miðausturlöndum skjálfa Reuters

Hlutabréfamarkaðir í furstadæmunum Dubai og Abu Dhabi héldu áfram að falla í dag og nemur lækkunin það sem af er degi 6,25% og 5,91%. Í gær var lækkunin enn meiri. Í Katar hefur hlutabréfavísitalan fallið um rúm 9% í morgun. Í Kúveit nemur lækkunin rúmum 2%.

Fjárfestar fengu viðvörun frá fjármálaráðherra Dubai í gær um að furstadæmið tryggði ekki skuldir fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World líkt og margir höfðu haldið en alls skuldar Dubai World og dótturfélög 59 milljarða Bandaríkjadala.

Dubai World lýsti því einnig yfir, að verið væri að endurskipuleggja fjármál félagsins og semja um skuldir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK