Skilanefnd eignast 87% í Arion

Steinar Þór Guðgeirsson og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi í …
Steinar Þór Guðgeirsson og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi í dag. mbl.is/RAX

Greint var frá því í dag að skilanefnd Kaupþing hefði fyrir hönd kröfuhafa ákveðið að taka yfir 87% hlutafjár í Arionbanka. Skilanefndin mun fjármagna bankann með 66 milljarða fjárframlagi. Áður hafði verið tilkynnt að ríkið myndi fjármagna bankann með 72 milljarða fjárframlagi.

Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar, segir að enginn stór ágreiningur hafi verið í samningaviðræðum ríkisins og kröfuhafa: „Samningaviðræðurnar voru þannig byggðar upp að menn höfðu valkosti um tvær leiðir. Það steytti ekki á neinu, menn voru bara að semja um hvort ríkið héldi bankanum eða skilanefndin tæki hann yfir. Það er í samræmi við það sem við lögðum upp með,“ sagði Steinar í samtali við Morgunblaðið.

Mismunur á eignum og skuldum sem fluttur var milli bankanna var samkvæmt fréttatilkynningu 38 milljarðar. Skilanefnd greiddi bankanum það til baka. Íslenska ríkið hefur jafnframt veitt Arionbanka 25 milljarða króna lán. Ríkið mun eiga 13% í bankanum og eiga einn stjórnarmann.

Auglýst verður í stöðu bankastjóra Arionbanka um leið og ný stjórn tekur sæti. Finnur Sveinbjörnsson hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir starfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK