Íslenskt bankahrun leiðir til samruna sparisjóða

Enski sparisjóðurinn Chelsea Building Society hefur gert samkomulag við skuldabréaeigendur til að tryggja að yfirtaka sparisjóðsins  Yorkshire Building Society á sjóðnum fari ekki út um þúfur. Sparisjóðirnir tilkynntu í gær, að þeir ættu í viðræðum um samruna og náist samningar yrði til nægilega stór fjármálastofnun til að keppa við bresku bankana.

Chelsea hefur átt í fjárhagserfiðleikum undanfarna mánuði en sjóðurinn tapaði 44 milljónum punda, jafnvirði 8,9 milljarða króna, á falli íslensku bankanna fyrir rúmu ári og 41 milljón punda á svikamáli, sem komst upp í tengslum við fasteignaviðskipti.

Fram kemur í blaðinu Daily Telegraph, að samningarnir séu háðir því, að skuldunautar Chelsea fallist á, að afskrifa  helming af um 200 milljóna punda skuld og breyta afganginum í víkjandi lán, sem hægt verði að breyta í hlutafé. Þetta muni hækka eiginfjárhlutfall Chelsea úr 8,5% í 10-12%.

Um 700 þúsund aðilar eiga stofnbréf í Chelsea. Búist er við að þeir samþykki samrunann vegna þess að sparisjóðurinn á ekki annarra kosta völ. 

Við samruna yrði til þriðji stærsti sparisjóður Bretlands með um 2,7 stofnfjáreigendur, 3200 starfsmenn, 178 útibú og 37 milljóna punda eignir. Hins vegar þykir ljóst, að störfum muni fækka við samrunann.

Fyrir rúmu ári sameinuðust Yorkshire Building Society og Barnsley Building Society. Ástæðan fyrir því var væntanlegt tap Barnsley vegna falls íslensku bankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK