Fyrirtæki og bankar í Dubai í ruslflokk

Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat sex fyrirtækja sem tengjast furstadæminu Dubai. Eru skuldabréf fyrirtækjanna nú komin í ruslflokk. Meðal þeirra er hafnafyrirtækið DP World, sem á og rekur hafnir víða um heim. Er þetta gert í kjölfar þess að ríkisstjórn Dubai lýsti því yfir að ekki væri ríkisábyrgð á skuldum Dubai World, sem er að hluta í eigu furstadæmisins.

Fyrirtækin sex eru: DP World, DIFC Investments, Jebel Ali Free Zone, Dubai Multi Commodities Centre Authority, Dubai Holding Commercial Operations Group og Emaar Properties PJSC.

S&P setti jafnframt fjóra banka í Dubai í ruslflokk vegna stöðu þeirra í fyrirtækjum í Dubai, þar á meðal í Dubai World og dótturfélagi þess Nakheel.

Lánshæfismat fyrirtækjanna sex og bankanna fjögurra er áfram á athugunarlista og er mögulegt að það verði lækkað enn frekar, samkvæmt tilkynningu frá S&P.

Bankarnir eru:  Emirates Bank International PJSC (EBI), National Bank of Dubai (NBD), Mashreqbank (Mashreq) og Dubai Islamic Bank (DIB).
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK