Segir bankamenn úr tengslum við veruleikann

Reuters

Breskur ráðherra gagnrýnir bankamenn harðlega og segir að þeir verði að komast aftur í snertingu við raunveruleikann. Lét ráðherrann ummælin falla eftir að fréttir bárust af því, að stjórn Royal Bank of Scotland hótar að segja af sér, fái bankinn ekki að greiða starfsmönnum í fjárfestingarbankastarfsemi samtals 1,5 milljarð punda í bónusa. 

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Myners lávarði, sem gegnir ráðherraembætti í bresku ríkisstjórninni, að bankamenn geti ekki ætlast til þess að fá milljón pund eða meira í bónusa.

Barclays, sem eins og Royal Bank of Scotland hefur fengið fjárhagsaðstoð frá breska ríkinu, áformar að hækka laun starfsmanna sinna verulega en draga á móti úr bónusgreiðslum. Segir bankinn, að með þessu sé verið að fara eftir þeim reglum, sem leiðtogar G20 ríkjanna komu sér saman um í sumar.

Myners lávarður áætlar að 5000 bankamenn að minnsta kosti fái yfir 1 milljón punda í árslaun fyrir árið 2009, jafnvirði 200 milljóna króna.  Meðallaun í Bretlandi eru hins vegar rúmlega 20 þúsund pund.

Hann segir við BBC, að bankar verði að gera sér grein fyrir því, að hagnaður þeirra nú sé vegna þess að stjórnvöld hafi skapað ákjósanleg skilyrði með því að dæla milljörðum punda út í hagkerfið til að auka eftirspurn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK