Bresk stjórnvöld hafa sett 850 milljarða punda, 172,176 milljarða króna, í banka landsins frá því að fjármálakreppan skall á, að því er fram kemur í skýrslu bresku ríkisendurskoðunarinnar í dag. Á sama tíma er deilt um bónusgreiðslur til yfirmanna í bönkunum í Bretlandi.
Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisstjórn Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi réttlætt það að eyða óheyrilega háum fjárhæðum í björgun banka sem voru í vandræðum eftir fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers.
Forstjóri ríkisendurskoðunar, Amyas Morse, segir erfitt að ímynda sér hvaða áhrif það hefði haft á efnahagslíf og þjóðfélag ef stóru bankarnir hefðu verið látnir fara á hliðina.
„Fjármálaráðuneytið fékk heimild til þess að nota fé skattborgara til þess að bjarga innistæðum og rétta við og endurvekja traust á fjármálakerfið."