850 milljarðar punda í bresku bankana

Það hefur kostað breska skattgreiðendur sitt að bjarga bönkum landsins
Það hefur kostað breska skattgreiðendur sitt að bjarga bönkum landsins Reuters

Bresk stjórnvöld hafa sett 850 milljarða punda, 172,176 milljarða króna, í banka landsins frá því að fjármálakreppan skall á, að því er fram kemur í skýrslu bresku ríkisendurskoðunarinnar í dag. Á sama tíma er deilt um bónusgreiðslur til yfirmanna í bönkunum í Bretlandi.

Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisstjórn Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi réttlætt það að eyða óheyrilega háum fjárhæðum í björgun banka sem voru í vandræðum eftir fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers.

Forstjóri ríkisendurskoðunar, Amyas Morse, segir erfitt að ímynda sér hvaða áhrif það hefði haft á efnahagslíf og þjóðfélag ef stóru bankarnir hefðu verið látnir fara á hliðina.

„Fjármálaráðuneytið fékk heimild til þess að nota fé skattborgara til þess að bjarga innistæðum og rétta við og endurvekja traust á fjármálakerfið."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK