Hátt skuldahlutfall hjá 365

Leggja verður um einn milljarð króna í þrjúhundruð sextíu og fimm miðla eigi Landsbankinn ekki að gjaldfella lán sín til fyrirtækisins upp á fjóra komma tvo milljarða króna.

Skuldir fyrirtækisins nema tólfföldum rekstrarhagnaði, en almennt er talað um að lífvænleg fyrirtæki geti í mesta lagi borið skuldir sem eru fjórfaldur rekstrarhagnaður.

Í myndskeiðinu hér að ofan er sagt að skuldir fyrirtækisins séu 58-faldur rekstrarhagnaður, en nánari útskýringar á ársreikningi félagsins leiða í ljós að hlutfallið er tólffalt. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.

Þá vill Ari Edwald, forstjóri 365, að fram komi að  að staðan um áramótin gefi ekki mynd af stöðunni eins og hún er orðin núna. „Ég viðurkenni alveg að skuldirnar eru miklar, enda var félagið selt á háu verði og með miklum skuldum frá Íslenskri afþreyingu til Rauðsólar á sínum tíma. Of háu verði, að margra mati,“ segir hann.

Ari segir að mikið hafi verið tekið til í rekstri fyrirtækisins á árinu, rekstrarkostnaður skorinn töluvert niður. Því geri áætlanir ráð fyrir mjög auknum EBITDA-hagnaði á þessu ári, eða 625 milljónum króna, „og við verðum vel yfir þeirri tölu,“ segir hann. Með  sama áframhaldi verði næsta ár  nær þúsund milljónum. „Ég tel því að eftir fyrirhugaða hlutafjáraukningu verði efnahagur félagsins í þokkalegu lagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK