Fjallað um miklar skuldir Latabæjar

Magnús Scheving í hlutverki Íþróttaálfsins.
Magnús Scheving í hlutverki Íþróttaálfsins. Reuters

Breskir fjölmiðlar fjalla í dag um miklar skuldir Latabæjar. Fram kemur á vef Telegraph að framtíð fyrirtækisins sé í mikilli óvissu eftir að skuldabréfaeigendur höfðuðu skuldamál til að fá greiddar 15 milljónir punda (um þrír milljarðar kr.)

Fram kemur að málið verði tekið fyrir á Íslandi í janúar nk. Það gæti mögulega leitt til þess að  LazyTown Entertainment verði gjaldþrota.

Daily Telegraph segir að Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, hafi boðað til neyðarfundar til að tryggja rekstur fyrirtækisins. Haft er eftir Magnúsi að flestir skuldabréfaeigendur hafi samþykkt að lánin verði greidd á næstu árum.

Þættirnir eru sýndir í um 100 löndum um allan heim, m.a. í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

Fjallað var um skuldastöðu Latabæjar í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og í kjölfarið hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK