2,4 milljarða hagnaður Íslandsbanka

Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 2356 milljónir króna á tímabilinu 15. október til 31. desember á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi bankans, sem birtur var í dag. 

Hreinar rekstrartekjur námu alls 37,6 milljörðum króna á tímabilinu. Þær eru að stærstum hluta tilkomnar vegna gengishagnaðar sem síðan er að mestu leyti gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum myntum. Virðisrýrnun útlána og krafna nam 47 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, að efnahagsreikningur bankans endurspegli ákveðið afturhvarf til hefðbundinnar bankastarfsemi á Íslandi þar sem útlán séu að stærstum hluta fjármögnuð með innlánum viðskiptavina.

Tilkynning Íslandsbanka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK