A350 verkefnið á áætlun

Airbus A380
Airbus A380 Reuters

Louis Gallois, forstjóri EADS, framleiðanda Airbus flugvéla,segir að samdráttur í eftirspurn hafi mikil áhrif á lausafé samstæðunnar en það muni ekki koma niður á hönnun nýju A350 þotunnar. Áætlað er að setja þotuna á markað árið 2013.

Kostnaður A350 verkefnið í heild er metið á 12 milljarða evra. Gallois segir í samtali við Financial Times að hann geri ráð fyrir áframhaldandi stuðningi frá stjórnvöldum í Frakklandi, Þýskaland, Spáni og Bretlandi hvað varðar lán en fjármögnun vegna verkefnisins kemur að mestu úr sjóðum EADS. Hann segir að ekki þurfi að auka hlutafé EADS vegna A350.

Gallois segir að EADS eigi meira en átta milljarða evra inn á reikningum sínum og því sé ljóst að ekki verði að leita til hluthafa eftir aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK