Mikill samdráttur

Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2009 er talin hafa dregist saman um 5,7% að raungildi samanborið við annan fjórðung en um 7,2% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Að sögn Hagstofunnar nam samdráttur vergrar landsframleiðslu 6% á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2008.

Þjóðarútgjöld drógust saman um 2,1% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2. ársfjórðung, samneysla minnkaði um 4,5% og fjárfesting um 7,3% en einkaneysla jókst um 2,8% milli fjórðunga.

Þá er talið að útflutningur hafi aukist um 1,3% frá 2. ársfjórðungi og innflutningur um 12,9%. Samanborið við sama tímabil fyrra árs er hins vegar um 24,8% samdrátt að ræða í innflutningi og 8,2% aukningu útflutnings miðað við óárstíðaleiðréttar tölur.

Hagstofan segir, að við samanburð á nokkrum helstu viðskiptaríkjum Ílendinga virðist sem hagþróun þar sé heldur farin snúast til betri vegar á 3. ársfjórðungi. Árstíðaleiðréttar tölur sýni þannig 0,9% hagvöxt í Noregi samanborið við 2. ársfjórðung, 0,7% í Bandaríkjunum og 0,3% í 15 kjarnaríkjum Evrópusambandsins. Í Japan og Svíþjóð mælist einnig vöxtur, 1,2% og 0,2% en þessi lönd sýndu þó einnig vöxt á 2. ársfjórðungi.

Hagtíðindi Hagstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK