Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu á áætlun

mbl.is/G.Rúnar

Fjármálaráðuneytið vinnur nú að því í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið að leiða fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna til lykta og nýtur sérfræðiaðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman við úrlausn þess verkefnis. Gengur sú vinna samkvæmt áætlun.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Það vill taka fram vegna umfjöllunar um stöðu Byrs sparisjóðs í fjölmiðlum að í 2. grein neyðarlaganna sé heimild til þess að veita framlag úr ríkissjóði til sparisjóða og voru gefnar út reglur um skilyrði fyrir framlagningu stofnfjár þann 18. desember 2008. Átta sparisjóðir, þar á meðal Byr sparisjóður, sóttu um slíkt framlag og eru umsóknir þeirra nú til umfjöllunar hjá stjórnvöldum í samræmi við tilvitnaðar reglur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK