Ríkisstjórnin lýsir því yfir að yfirlýsing frá 3. febrúar sl. um að allar innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar, er enn í fullu gildi.
Yfirlýsingin verður ekki afnumin fyrr en hið nýja íslenska fjármálakerfi, með breyttri umgjörð, hefur sannað sig og þá verður gefinn aðlögunartími, að því er segir í fréttatilkynningu en greint var frá þessu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.