220 milljörðum bjargað

Steinar Þór Guðgeirsson.
Steinar Þór Guðgeirsson. Ragnar Axelsson

Stein­ar Þór Guðgeirs­son, formaður skila­nefnd­ar Kaupþings, seg­ir nefnd­ina hafa viljað bíða með eigna­sölu og ekki fara gjaldþrota­leiðina strax eft­ir hrun. Með þessu hafi tek­ist að bjarga gríðarleg­um fjár­mun­um.

Heild­ar­upp­hæð ligg­ur ekki fyr­ir en skila­nefnd­inni reikn­ast til að bara á Norður­lönd­um hafi tek­ist að bjarga 1,2 millj­örðum evra, jafn­v­irði um 220 millj­arða króna.

Eigna­safn gamla Kaupþings tel­ur nú um 1.700 millj­arða, sam­kvæmt bók­færðu virði í efna­hags­reikn­ingi 30. júní sl., og bank­inn því með stærstu fyr­ir­tækj­um hér.

Frest­ur til að lýsa kröf­um á hend­ur gamla Kaupþingi renn­ur út 30. des­em­ber nk. og þá skýrist hverj­ir eru nýir eig­end­ur Ari­on banka.

Hér hægt að lesa upp­lýs­ing­ar til kröfu­hafa Kaupþings

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK