Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir nefndina hafa viljað bíða með eignasölu og ekki fara gjaldþrotaleiðina strax eftir hrun. Með þessu hafi tekist að bjarga gríðarlegum fjármunum.
Heildarupphæð liggur ekki fyrir en skilanefndinni reiknast til að bara á Norðurlöndum hafi tekist að bjarga 1,2 milljörðum evra, jafnvirði um 220 milljarða króna.
Eignasafn gamla Kaupþings telur nú um 1.700 milljarða, samkvæmt bókfærðu virði í efnahagsreikningi 30. júní sl., og bankinn því með stærstu fyrirtækjum hér.
Frestur til að lýsa kröfum á hendur gamla Kaupþingi rennur út 30. desember nk. og þá skýrist hverjir eru nýir eigendur Arion banka.
Hér hægt að lesa upplýsingar til kröfuhafa Kaupþings