Félag í eigu Bjarna Ármannssonar lýsir tæplega 130 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Félag í eigu Bjarna, Sjávarsýn ehf., lýsir almennri kröfu í þrotabúið. Í gær hafðu Morgunblaðið heimildir fyrir því að félag í eigu Bjarna hefði lýst kröfu í þrotabú bankans. Það er nú endanlega staðfest eins og lesa má í kröfuskránni.
Bjarni var í gær inntur eftir því á hvaða rökum krafan væri reist, en hann vildi ekki tjá sig um það mál.