Stýrivextir lækka í 10%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans. Verða vextir á sjö daga veðlánum, hinir eiginlegu stýrivextir bankans, lækkaðir úr 11% í 10%. Er þetta meiri lækkun en greiningardeildir höfðu spáð. Daglánavextir lækka um 1,5 prósentu í 11,5%.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 8,5%. Seðlabankinn mun áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75% hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentna lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti sína úr 12% í 11% í síðasta mánuði.

Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í gær kom fram að líklegt væri að Seðlabankinn lækki innlánsvexti um 25 punkta í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK