Vilhjálmur átti von á meiri lækkun

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist fagna lækkun vaxta Seðlabanka Íslands en honum sýnist lækkunin vera á hálfri ferð og að hann hefði viljað sjá enn frekari lækkun. 

Mér sýnist á öllu að bankinn sé á hálfri ferð í þessu sé miðað við það sem ég hafði vænst og talið nauðsynlegt. Það er vissulega betra að vera á hálfri ferð en engri," segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Vonast eftir mikilli vaxtalækkun í janúar

Hann segir það mjög brýnt að Seðlabankinn fari að gefa í og lækka vexti enn hraðar. „Ég á von á því að það verði veruleg vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunardegi. Ástæðan er enn og aftur sú að íslensk fyrirtæki eru ekki að fjárfesta með þetta vaxtastig. Það heldur niðri eftirspurn og atvinnu," segir Vilhjálmur. 

„Til þess að koma hagkerfinu af stað og fyrirtæki fari að ráða fólk í vinnu verður að ná fjárfestingunni í gang,“ segir Vilhjálmur.

Lágt gengi krónunnar skapar visst svigrúm

Hann segir að lágt gengi krónunnar skapi ákveðið svigrún í atvinnulífinu, fyrst og fremst hjá útflutningsfyrirtækjum og ákveðnum greinum sem eru í samkeppni við innflutning.

„Þannig að það eru alltaf við svona aðstæður ákveðin sóknarfæri. Það er mjög mikilvægt að vextirnir séu lágir svo fyrirtæki geti nýtt sér þau sóknarfæri. Vegna þess að það er ekki lengur aðgangur að erlendu lánsfé nema fyrir stóru fyrirtækin. Jafnvel orkufyrirtækin hafa átt erfitt með að fá lán að utan. Erlendu fjármálamarkaðirnir eru enn lokaðir flestum og því skiptir miklu að vextir lækki hér. 

Vilhjálmur segir að mörg íslensk fyrirtæki séu skuldsett og hátt vaxtastig geti framkallað meiri afskriftarþörf í bönkunum. „Þannig að það er verið að brenna verðmæti með þessum háu vöxtum," segir Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK