Írar og Grikkir gætu misst evruna

Ástand efnahagsmála á Grikklandi og Írlandi er svo slæmt að líklegt verður að teljast að löndin muni neyðast til þess að hætta í myntbandalagi Evrópu fyrir lok næsta árs. Þetta kemur fram í greiningarskýrslu frá Standard Bank sem Bloomberg-fréttaveitan segir fra í dag.

Sérfræðingar bankans efast um getu írska og gríska hagkerfisins til þess að rísa upp úr núverandi efnahagsöldudal miðað við núverandi forsendur. Þar sem að aðild að evrusvæðinu útilokar úrræði á borð við vaxtalækkanir, gengisfellingu og meiriháttar efnahagsinnspýtingu að hálfu stjórnvalda er ljóst að þessi áðurnefnd ríki þurfa á utanaðkomandi efnahagsaðstoð á halda eða þá að hætta í myntbandalaginu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK