Lánshæfismat Bretlands í hættu

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands Reuters

Núverandi lánshæfismat Bretlands er í hættu en í ljós hefur komið að Gordon Brown, forsætisráðherra, kom í veg fyrir að fjármálaráðherra, Alistair Darling, myndi boða hækkun virðisaukaskatts þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Times í dag.

Times segir að fleiri tillögur Darling um að auka tekur ríkissjóðs til að draga úr skuldum hafi einnig verið stöðvaðar.

Samkvæmt Times hefur alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's varað við því að það muni jafnvel lækka AAA lánshæfiseinkunn breska ríkisins ef ríkisstjórninni mistekst að grynnka á fjárlagahallanum á næstu þremur árum.

Sjá nánar á vef Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK