Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (The Serious Fraud Offiece) mun á næstu dögum tilkynna formlega að rannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi, það er Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.
Breska blaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum innan SFO að rannsóknin muni einkum beinast að lánum, sem ýmsir þekktir einstaklingar fengu hjá bönkunum.
Observer segir, að rannsókn á ásökunum um fjársvik og markaðsmisnotkun hafi staðið yfir frá því í febrúar. En SFO hafi einnig safnað upplýsingum um starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi, m.a. í samstarfi við Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara á Íslandi, og verið í sambandi við íslenska embættismenn.
Breska blaðið Sunday Telegraph segir í dag að SFO sé að hefja formlega rannsókn á starfsemi Kaupþings eftir fjögurra mánaða undirbúningsrannsókn. Segir blaðið að fyrrverandi stjórn Kaupþings hafi ráðið kunnan lögmann, Ian Burton hjá lögmannsstofunni Burton Copeland, til að gæta hagsmuna sinna í tengslum við rannsóknina,