Formleg rannsókn á Kaupþingi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur tilkynnt formlega að hafin sé rannsókn á því hvort lög um fjármálastarfsemi hafi verið brotin í starfsemi Kaupþings í Bretlandi fyrir fall bankans.

Segist SFO einkum hafa áhuga á rannsaka hvaða aðferðum hafi verið beitt til að fá sparifjáreigendur og fjárfesta til að leggja fé inn á Kaupthing Edge reikningana.  Muni rannsóknin beinast að því að leiða í ljós hvort misvísandi eða röngum upplýsingum hafi verið komið á framfæri af hálfu bankans til að laða breska fjárfesta að. 

Einnig ætli SFO að rannsaka ákvarðanir, sem virðist hafa leitt til þess að umtalsverð verðmæti hafi verið tekin út úr bankanum vikurnar og dagana fyrir fall bankans í október 2008. 

Í tilkynningu SFO er haft eftir talsmanni, að þetta sé flókin rannsókn sem nái yfir mörg lönd og löggæslusvæði. Stofnunin hafi unnið náið með embætti sérstaks saksóknara á Íslandi til að tryggja að víðtæk og samræmd rannsókn fari fram bæði á Íslandi og í Bretlandi og aðgerðir skarist ekki. Því verður haldið áfram.

SFO áætlar, að 30 þúsund einstaklingar, fyrirtæki og samtök hafi lagt fé inn á Kaupthing Edge reikninga Er þeim, sem vilja koma á framfæri upplýsingum boðið að koma þeim á framfæri hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK