Misráðin stefna í ríkisfjármálum

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Sverrir Vilhelmsson

Í þeirri stefnu, sem stjórn­völd hafa markað í rík­is­fjár­mál­um, felst tak­markaður niður­skurður út­gjalda og veru­leg aukn­ing skatt­heimtu. Þessi leið er, að mati Viðskiptaráðs, afar mis­ráðin og dreg­ur úr sjálf­bærni rík­is­fjár­mála til framtíðar. Kem­ur þetta fram í skýrslu, sem ráðið kynnti í dag.

Í skýrsl­unni seg­ir m.a. að við nú­ver­andi aðstæður sé heppi­legra að stjórn­völd velji hag­nýt­ar leiðir sem byggja á raun­sæi og varðstöðu um heild­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar. Var­ar Viðskiptaráð t.d. við þeim breyt­ing­um sem fyr­ir­hugaðar eru á skatt­kerf­inu, sem það tel­ur leiða til mun flókn­ara kerf­is sem sé bæði letj­andi fyr­ir efna­hags­lífið og muni til lengri tíma ekki skila þeim tekj­um, sem rík­is­stjórn­in reikn­ar með. Þá gagn­rýn­ir Viðskiptaráð það að jöfnuði í rík­is­fjár­mál­um virðist eiga að ná nær ein­göngu með skatta­hækk­un­um, þvert á það sem ákveðið var með stöðug­leika­sátt­mál­an­um svo­kallaða.

Ganga má lengra í niður­skurði

Í skýrsl­unni er að finna nokkr­ar til­lög­ur Viðskiptaráðs um hvernig ná megi jöfnuði í rík­is­fjár­mál­um með létt­bær­ari hætti en fram­lögð áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar gera ráð fyr­ir. Til­lög­ur ráðsins fela m.a. í sér aðra og ein­fald­ari nálg­un á skatta­hækk­an­ir. Í stað þess að fjölga skattþrep­um eða leggja á nýja skatta verði skatt­pró­senta á gild­andi skatta hækkuð, þó ekki eins mikið og rík­is­stjórn­in áform­ar. Þá tel­ur Viðskiptaráð að lengra megi ganga í niður­skurði út­gjalda í ráðuneyt­um, selja megi eign­ir rík­is­sjóðs og draga sam­an í launa­kostnaði hins op­in­bera. Þá megi efla fjár­laga­ferlið, en reynsl­an sýni að iðulega fari ráðuneyti og rík­is­stofn­an­ir um­tals­vert fram úr fjár­lög­um.

Seg­ir Viðskiptaráð að hag­fellt skatt­kerfi sé einn helsti grund­völl­ur lang­tíma­sam­keppn­is­hæfni þjóða og mik­il­væg for­senda þess að bati hag­kerf­is­ins verði sem skjót­ast­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK