Nýir samningar við skattaparadísir

Norrænu ríkin (Danmörk, Færeyjar,Finnland, Grænland, ísland, Noregur og Svíþjóð) lögðu í dag lokahönd á margra nýja upplýsingaskiptasamninga við ríki með fjármálakerfi sem draga að erlenda fjárfesta, svokallaðar skattaparadísir. Nýju samningarnir eru liður í herferð Norrænu ráðherranefndarinnar gegn skattaskjólum og hefur að markmiði að koma í veg fyrir alþjóðlegan skattaflótta.

Samningarnir eru mjög mikilvægir til að koma í veg fyrir að skattgreiðendur reyni að koma undan fjármunum og tekjum, segir Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra Noregs í tilkynningu.

Samningurinn um upplýsingaskipti veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um alla einstaklinga sem reyna að komast hjá skattgreiðslum af tekjum og fjárfestingum og stuðla að því að tekjur sem ekki eru gefnar upp í heimalandinu, finnist.

Samningurinn um upplýsingaskipti veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um alla einstaklinga sem reyna að komast hjá skattgreiðslum af tekjum og fjárfestingum og stuðla að því að tekjur sem ekki eru gefnar upp í heimalandinu, finnist. stofnendur, stjórnarmenn og þá sem njóta hlunninda ásamt innstæðum í bönkum og fjármálastofnunum.

Í dag voru undirritaður af hálfu Norðurlanda samningar við Cook-eyjar og Samóaeyjar. Norrænu ríkin að Danmörk undanskilinni undirrituðu einnig samninga við Anguilla þann 14. desember og Turks og Caicos-eyjar þann 16. desember. Enn fremur var gengið frá samningum Íslands, Noregs og Svíþjóðar við Gíbraltar í dag. Þau norrænu ríki sem ekki undirrituðu samninga við Anguilla, Turks og Caicos-eyjar og Gíbraltar nú, gerðu það fyrr á árinu. Þá undirrituðu Danir samning við Saint Lucia þann 10.desember.

Norrænu ríkin hafa nú hvert fyrir sig undirritað þrettán eða fleiri upplýsingaskiptasamninga (Færeyingar og Grænlendingar hafa undirritað fjórtán og Danir sautján) og samningaviðræður standa yfir við nokkrar alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar.

Verkefnið mun áfram vera í forgangi hjá Norrænu ráðherranefndinni á formennskutíma Dana 2010,en þá gera ríkin ráð fyrir að gera fleiri samninga, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK