Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfiseinkunn gríska ríkisins vegna langtímaskulda um einn flokk. Er ástæðan sögð vera mikil skuldasöfnun og fjárlagahalli. S&P tilkynnti nýlega að það hefði sett Grikkland á athugunarlista.
S&P lækkaði einkunnina úr A- í BBB+ með neikvæðum horfum sem þýðir að einkunnin kann að lækka frekar á næstunni. Fyrirtækið segir, að þessi einkunn endurspegli þá skoðun, að ólíklegt sé að þær aðgerðir, sem grísk stjórnvöld hafa boðað til að draga úr fjárlagahalla, leiði til þess að skuldir minnki.
Að auki sé líklegt, að umbætur í opinberum fjármálum landsins muni taka mörg ár.