Spá 7,5% verðbólgu í desember

Desember er veltumesti mánuðurinn með alls konar smávöru og gjafavöru
Desember er veltumesti mánuðurinn með alls konar smávöru og gjafavöru mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Verðbólgu­spá IFS grein­ing­ar fyr­ir des­em­ber hljóðar upp á 0,5% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs. Ef spá­in geng­ur eft­ir mun 12 mánaða verðbólga mæl­ast 7,53%. Mesti verðbólgukúf­ur­inn virðist vera yf­ir­staðinn þótt að fáar vís­bend­ing­ar séu um að sjálf verðbólg­an sé yf­ir­staðin. Verðbólg­an síðustu þrjá mánuði reiknuð á árs­grund­velli er um 10% ef spá fyr­ir des­em­ber reyn­ist rétt, að því er fram kem­ur í vef­riti IFS grein­ing­ar.

„Sam­kvæmt verðkönn­un okk­ar var mat­væla­verð nær óbreytt milli mánaða. Eldsneytis­verð lækkaði aðeins en við ger­um ráð fyr­ir óbreyttu fast­eigna­verði. Verð fatnaðar hækkaði um 2% sam­kvæmt verðkönn­un okk­ar sem hef­ur um 0,12% áhrif á vísi­tölu til hækk­un­ar.

Des­em­ber mánuður er veltu­mesti mánuður­inn með alls kon­ar smá­vöru og gjafa­vöru og ger­um við ráð fyr­ir um 1 til 3% hækk­un á jóla­vör­un­um sem hef­ur um 0,2% áhrif á vísi­töl­una. Einnig reikn­um við með hækk­un á þjón­ustu sem leiðir til um 0,1% hækk­un á vísi­töl­unni. Bygg­ing­ar­vísi­tal­an hækkaði um­tals­vert í nóv­em­ber sem bend­ir til að tölu­verð hækk­un hafi verið á viðhaldskostnaði hús­næðis. Sömu­leiðis virðist leigu­verð held­ur vera að hækka. Fram­an­greind­ir liðir hafa um 0,05% áhrif á vísi­töl­una til hækk­un­ar," að því er seg­ir í vef­rit­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK