Spá 7,5% verðbólgu í desember

Desember er veltumesti mánuðurinn með alls konar smávöru og gjafavöru
Desember er veltumesti mánuðurinn með alls konar smávöru og gjafavöru mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir desember hljóðar upp á 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,53%. Mesti verðbólgukúfurinn virðist vera yfirstaðinn þótt að fáar vísbendingar séu um að sjálf verðbólgan sé yfirstaðin. Verðbólgan síðustu þrjá mánuði reiknuð á ársgrundvelli er um 10% ef spá fyrir desember reynist rétt, að því er fram kemur í vefriti IFS greiningar.

„Samkvæmt verðkönnun okkar var matvælaverð nær óbreytt milli mánaða. Eldsneytisverð lækkaði aðeins en við gerum ráð fyrir óbreyttu fasteignaverði. Verð fatnaðar hækkaði um 2% samkvæmt verðkönnun okkar sem hefur um 0,12% áhrif á vísitölu til hækkunar.

Desember mánuður er veltumesti mánuðurinn með alls konar smávöru og gjafavöru og gerum við ráð fyrir um 1 til 3% hækkun á jólavörunum sem hefur um 0,2% áhrif á vísitöluna. Einnig reiknum við með hækkun á þjónustu sem leiðir til um 0,1% hækkun á vísitölunni. Byggingarvísitalan hækkaði umtalsvert í nóvember sem bendir til að töluverð hækkun hafi verið á viðhaldskostnaði húsnæðis. Sömuleiðis virðist leiguverð heldur vera að hækka. Framangreindir liðir hafa um 0,05% áhrif á vísitöluna til hækkunar," að því er segir í vefritinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK