13% vilja að samið verði við eigendur Haga

Hagkaup og Bónus eru að stærstum hluta í eigu feðganna …
Hagkaup og Bónus eru að stærstum hluta í eigu feðganna Jóhannesar og Jóns Ásgeirs og fjölskyldna þeirra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tæplega 97% aðspurðra telja ekki réttlætanlegt að samkomulag um eignarhald á Högum/1998 við núverandi eigendur feli í sér niðurfellingu skulda. Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið.

Þátttakendur voru einnig spurðir hvernig þeim fyndist réttast að Arion Banki (áður Nýja Kaupþing) ráðstafi eignarhaldi á félaginu. Alls töldu tæp 67% aðspurðra að ráðstöfunin færi fram með opnu útboði þar sem hæstbjóðandi fengi félagið. Þá töldu 13% að unnið yrði að samkomulagi við núverandi eigendur en rúmlega 20% að ráðstöfunin færi fram með einhverjum öðrum hætti.

„Málefni Haga og 1998 ehf. hafa verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Í stuttu máli snýst málið um mikla skuldsetningu 1998 ehf. sem er eigandi Haga, sem rekur verslanir á borð við Hagkaup, Bónus, 10-11, Debenhams, Útilíf og fleiri.

1998 ehf. er síðan að stærstum hluta í eigu Gaums, sem síðan er í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Aðrir eigendur Haga eru Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs og Hreinn Loftsson en félög í þeirra eigu eiga sitthvorn 9% hlut í félaginu.

Skuldirnar eru taldar nema um 45 - 50 milljörðum króna. Arion Banki er stærsti kröfuhafinn í 1998 en viðræður milli bankans og eigenda 1998 hafa staðið yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Arion Banka um síðustu mánaðamót stendur til að leysa málið í janúar," að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK