Fjárbinding upp á 184 milljarða

Ríkið á hlut í öllum bönkunum þremur
Ríkið á hlut í öllum bönkunum þremur mbl.is/Golli

Endurreisn íslensku viðskiptabankanna er lokið. Alls nemur hlutafjárframlag ríkisins til bankanna 135 milljörðum króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að þetta framlag yrði 385 milljarðar króna. Ríkið á hlut öllum bönkunum þremur, mest í Landsbankanum, 81%, 13% í Arion banka og 5% í Íslandsbanka.

Auk þess veitir ríkið tveim bönkum víkjandi lán: Arion banka að fjárhæð 24 milljarða króna og Íslandsbanka 25 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Samtals nemur fjárbinding ríkissjóðs vegna endurreisnar bankanna því 184 milljarðar króna.

„Niðurstaðan er mjög hagstæð fyrir ríkissjóð og leiðir hún til þess að vaxtagjöld ríkissjóðs verða samtals um 46 ma.kr. lægri árin 2009 og 2010 en þau hefðu orðið miðað við upphaflegar áætlanir. Af því vegur sú niðurstaða að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis eignast Arion banka og Íslandsbanka þungt, en hún leiðir til samtals 21 ma.kr. lægri vaxtakostnaðar árin 2009 og 2010," samkvæmt tilkynningu.

Ríkið mun í gegnum eignarhluti sína eiga  fjögur sæti í stjórn Landsbankans og eitt sæti í hvorum hinna tveggja. Bankasýsla ríkisins mun fara eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og annast hún öll samskipti við fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrir þess hönd. Þá hefur stjórn Bankasýslunnar það hlutverk að skipa fulltrúa ríkisins í stjórnir fjármálafyrirtækja sem það á eignarhlut í á grundvelli tilnefningar sérstakrar valnefndar.

ATHUGASEMD frá fjármálaráðuneytinu: Hlutafé ríkissins í Arion banka og Íslandsbanka víxlaðist(í þriðja dálki töflunnar sem er að finna í viðhengi fréttarinnar - Hlutafé ríkis (ma.kr.) ). Hlutafé ríkisins í Arion er 9,36 ma.kr. og 3,25 ma.kr. í Íslandsbanka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK