Gera frekari kröfu á Glitni

Reuters

Fulltrúar breskra sveitarfélaga eru staddir á Íslandi og taka þátt í kröfuhafafundi sem nú stendur yfir hjá Glitni. Krefjast þeir þess að fá meira af innistæðum sínum hjá bankanum greitt til baka hóta því að höfða mál gegn Glitni ef ekki er farið að kröfum þeirra.

Á vef BBC kemur fram að sveitarfélögin hafi alls átt 900 milljónir punda, 186 milljarða króna, inni á reikningum íslensku bankanna þegar þeir hrundu í október í fyrra.

Segir í frétt BBC að meirihluti þess fjár hafi verið á reikningum Landsbankans og þar sem kröfur sveitarfélaganna hafi verið metnar sem forgangskröfur og því munu þau fá nánast allt greitt til baka. 

Hins vegar eru kröfur sveitarfélaganna ekki flokkaðar sem forgangskröfur hjá Glitni og því fái þau innan við 30% upp í kröfur sínar hjá Glitni. Samkvæmt BBC áttu bresk sveitarfélög um 200 milljónir punda, 41,3 milljarða króna, inni á reikningum Glitnis. 

Richard Kemp, stjórnarmaður í sambandi sveitarfélaga á Bretlandi segir í samtali við breska dagblaðið Independent að Glitnir brjóti lög með þessu  og bankanum beri skylda til að flokka kröfur sveitarfélaganna sem forgangskröfur í búið.

Í frétt BBC er einnig fjallað um rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á Kaupþingi en fjölmargar fréttastofur og blöð í Evrópu og Bandaríkjunum hafa  fjallað um rannsóknina.

Sjá frétt BBC 

Frétt Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK