Olíuverð hækkar

Hráolía hefur hækkað lítillega í morgun
Hráolía hefur hækkað lítillega í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verð á hráolíu hefur hækkað í rafrænum viðskiptum í Asíu morgun vegna lágs gengis Bandaríkjadals og aukinnar eftirspurnar í Bandaríkjunum, stærsta olíumarkaði heims.

Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í janúar um 34 sent í 72,99 dali tunnan. Á mánudag verður hætt með viðskipti á olíu til afhendingar í janúar og einungis skipt með olíu til afhendingar í febrúar. 

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolían til afhendingar í febrúar hækkað um 3 sent og er 73,40 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK