Skattabreytingar óþarfar

Fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda á skattkerfinu hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að flækja kerfið með þrepaskiptingu sem svo leiðir til ýmissa vandkvæða.

Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd hefði verið býsna einfalt að ná fram þeim tekjujöfnunaráhrifum sem skattabreytingum er ætlað að kalla fram í núverandi kerfi: Eingöngu hefði þurft að hækka tekjuskattsprósentuna upp í 43% og hækka persónuafsláttinn upp í 65 þúsund krónur.

Þessu myndi fylgja umtalsvert hagræði þar sem að ekki þyrfti að laga öll launakerfi í landinu að breyttu skattkerfi. Auk þess kæmi þetta fyrirkomulag í veg fyrir það óhagræði fyrir launþega sem hlýst af eftirágreiðslum á borð við það sem getur komið upp þegar einhver er í tveim störfum í þrepaskiptu skattkerfi. Ekki skiptir litlu að þessi leið gerði auðveldara að breyta kerfinu á ný í samræmi við breyttar aðstæður í hagkerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK