Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt að lækka fasta vexti LSR lána úr 5,20% í 5,05%. Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum.
Aðrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru með heldur hærri vexti á sínum lánum. Þannig eru lán Lífeyrisjóðs verzlunarmanna með 5,4% vöxtum og lán Gildis - lífeyrissjóðs með 5,2% vöxtum. Lán sem sjóðirnir bjóða með breytilegum vöxtum eru almennt með lægri vöxtum. Þessi lán eru t.d. núna með 4,4% vöxtum hjá Gildi og 4,66% vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs eru núna 5,05%, en þau lán eru ekki með uppgreiðslugjaldi. Lán lífeyrissjóðanna gera almennt ekki ráð fyrir uppgreiðslugjaldi.