Arðgreiðsla frá Arion gengur ekki upp

Höfuðstöðvar Arion-banka.
Höfuðstöðvar Arion-banka. Árni Sæberg

Í tekjutillögum fjármálaráðuneytis fyrir þetta ár var gert ráð fyrir því að Arion banki greiddi ríkinu 6,5 milljarða króna í arð en Ríkisendurskoðun taldi það fyrirkomulag ekki ganga upp.

Var ætlunin að ríkið myndi strax lána umrædda 6,5 milljarða aftur til bankans í formi víkjandi láns.

Fyrsti minnihluti fjárlaganefndar gagnrýndi þessi áform ráðuneytisins, m.a. á þeim forsendum að ákvörðun um arðgreiðslu þyrfti að taka á aðalfundi bankans eftir lok reikningsárs og því væri ekki hægt að skuldbinda verðandi eigendur með þessum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK