Verðbólgan 7,5%

Ýmsar vörur hækkuðu í verði í desember en mánuðurinn er …
Ýmsar vörur hækkuðu í verði í desember en mánuðurinn er sá veltumesti á árinu. mbl.is/Golli

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2009 hækkaði um 0,48% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,63% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,3%. Er þetta minnsta verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili síðan í febrúar 2008 er hún var 6,8%.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 25,5% (vísitöluáhrif 0,20%) og verð á nýjum bílum hækkaði um 4,0% (0,14%).

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% sem jafngildir 9,8% verðbólgu á ári (11,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Meðalvísitala neysluverðs árið 2009 var 344,6 stig, 12,0% hærri en meðalvísitalan 2008. Samsvarandi breyting var 12,4% árið 2008 og 5,0% árið 2007.

Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis árið 2009 var 321,4 stig, 16,1% hærri en meðalvísitalan 2008. Samsvarandi breyting var 12,2% árið 2008 og 2,5% árið 2007, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Greiningardeildir spáðu almennt 0,5-0,6% hækkun vísitölu neysluverðs að þessu sinni. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að þrátt fyrir að gengi krónu hafi verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eru enn að koma fram í verðlagi áhrif gengishrunsins frá miðju ári 2008, sér í lagi í þeim vöruliðum sem búa við tiltölulega hægan veltuhraða eða árstíðabundið vöruframboð.

Það kostar 25,5% meira nú að fara til útlanda en …
Það kostar 25,5% meira nú að fara til útlanda en áður Billi/Brynjar Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK