Fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem er að mestu í eigu Warrens Buffett, hefur selt hluta af eign sinni í alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Er þetta í sjötta skiptið sem Buffett selur í Moody's frá því í júní en matsfyrirtækið hefur átt í erfiðleikum að undanförnu.
Berkshire seldi 87.992 hluti á 26,77 dali hlutinn en þrátt fyrir söluna þá er félagið stærsti hluthafinn í Moody's, að því er fram kemur í frétt Bloomberg fréttastofunnar.