Hækkun á virðisaukaskatti Í Bretlandi er sögð munu hægja á efnahagsbata þar í landi. Afleiðingin verði samdráttur í neyslu og verðlagshækkanir.
Þetta kemur fram í rannsókn Centre for Economics and Business Research (CEBR) sem Telegraph greinir frá í dag.
Virðisaukaskattur verður hækkaður um tvö prósentustig í Bretlandi og verður þannig 17,5%. Hækkunin mun taka gildi 1.janúar næstkomandi.
Í rannsókninni er því spáð að verðbólga muni fara vel yfir markmið Englandsbanka, sem hljóðar upp á 2%. Jafnframt muni einkaneysla dragast saman um 0,7%, sem muni seinka efnahagsbata sem sé þó í augnsýn. Að sama skapi muni breskir finna fyrir snerti af verðbólgukreppu, sem er ástand sem lýsir sér í engum hagvexti og hækkandi verðlagi.
Samkvæmt sérfræðingum CEBR mun skattahækkunin ýmist hafa áhrif á verðlagningu fyrirtækja með tilheyrandi áhrifum á verðlag. Annars vegar munu einhver fyrirtæki ekki kjósa að velta skattahækkun út í verðlag, sem þýðir minni arðsemi fyrirtækja. Að öllu samanteknu mun sá ávinningur sem stjórnvöld sjá í skattahækkuninni þurrkast út vegna minnkandi eftirspurnar og minni arðsemi fyrirtækja.