Tengsl íslensku og bresku bankanna

.
.

Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Glitnis er breski bankinn Royal Bank of Scotland en bankinn kröfu upp á rúmar 500 milljónir punda, 102,5 milljarða króna. Segir í frétt Daily Mail að krafa RBS sé ein sú stærsta í Glitni. Breska ríkið mun innan tíðar eiga 84% hlut í RBS.

Daily Mail segir að þetta sýni hversu sterk tengsl hafi verið á milli íslenska og breska bankakerfisins á uppgangstímunum. Það verði því forvitnilegt að sjá hve mikið RBS og aðrir breskir bankar eigi inni hjá hinum íslensku bönkunum sem fóru í þrot á síðasta ári, Kaupþingi og Landsbankanum.

Blaðið fjallar um endurskipulagningu íslensku bankanna og að breska efnahagsbrotadeildin sé með Kaupþing til rannsóknar. 

 Í frétt mbl.is frá því fyrr í desember kemur fram að krafa RBS sé mun hærri heldur en Daily Mail hyggur eða hátt í 140 milljarða króna. Burlington Loan Management gerir samtals um 145 milljarða króna kröfur í bú bankans. Skilanefnd Landsbankans gerir samtals um 143 milljarða króna kröfu í búið. Glitnir í Lúxemborg gerir 129 milljarða króna kröfu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK