Íslenska krónan veiktist um rétt rúmlega 7% á árinu sem nú er að líða. Þó er ekki laust við að talsverðar sveiflur hafi verið á genginu framan af ári. Sterkust var krónan snemma í marsmánuði, en þá hafði gengið styrkst um 16% frá áramótum.
Talsverður munur er á gengisþróun mismunandi gjaldmiðla gagnvart krónunni. Þannig hefur krónan veikst um 15% gagnvart Bandaríkjadal og sterlingspundi, og veikingin gagnvart evru er um 6%.
Athygli vekur að nýsjálenski dalurinn styrktist um tæplega 35% gagnvart krónunni, en sá gjaldmiðill var meðal vinsælla hávaxtamynta sem styrktust mikið í efnahagsuppsveiflunni á síðustu árum.
Eini gjaldmiðillinn sem hefur veikst gagnvart krónunni á árinu og Seðlabankinn heldur skráningu á er nígerska næran, eða um rúmlega 10%.