Vinnuvélafyrirtækið Kraftvélar sagði öllum 30 starfsmönnum sínum upp
milli jóla og nýárs. Ástæðan er sú að lítið sem ekkert er að gera hjá
byggingarverktökum segir Ævar Þorsteinsson forstjóri og eigandi
Kraftvéla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps.
Hann vonast til að hægt verði að endurráða marga starfsmenn þegar
rekstur fyrirtækisins hefur verið endurskipulagður. Starfsmenn
Kraftvéla voru 70 þegar mest var fyrir nokkrum misserum, að því er fram kemur á vef RÚV.