Milli 27 og 29 þúsund kröfur bárust frá 111 löndum í bú Kaupþings en kröfulýsingarfrestur rann út um áramótin. Í dag höfðu 23 þúsund kröfur verið skráðar. Flestar kröfurnar eru frá Þýskalandi. Læsta krafan er undir 2 evrum en sú hæsta jafnvirði 200 milljarða króna.
Slitastjórn ráðgerir að ljúka skráningu á næstunni og birta kröfuskrá á vefsvæði fyrir kröfuhafa 22. janúar næstkomandi. Kröfuskráin verður einnig aðgengileg kröfuhöfum á skrifstofu slitastjórnar að Borgartúni 26.
Fundur verður haldinn með kröfuhöfum 29. janúar á Hilton Hotel Nordica þar sem kröfuskráin og afstaða slitastjórnar til lýstra krafna, að svo miklu leyti sem hún liggur fyrir, verður til umræðu.
Á síðustu vikum hafa allt að 30 manns unnið fyrir slitastjórn Kaupþings við móttöku, skráningu og yfirferð krafna. Lægsta krafan sem þegar hefur verið skráð er að fjárhæð 250 krónur (lægri en 2 evrur) en sú hæsta sem skráð hefur verið hljóðar upp á um 200 milljarða króna.