Verð á hráolíu fór yfir 80 dali tunnan í morgun, fyrsta viðskiptadegi ársins, eftir að Rússar hafa hætt olíuflutningi til Hvíta-Rússlands vegna deilna um tollamál. Rússar dreifa um 800 þúsund tunnum af olíu á dag til Þýskalands og Póllands um Hvíta-Rússlands. Olíu er þó áfram dreift til Evrópu frá Hvíta-Rússlandi vegna þess að þar eru um það bil viku birgðir.
Verð á olíu var 80,14 dalir á markaði í New York í morgun og hafði hækkað um 78 sent frá síðasta viðskiptadegi fyrir áramót. Brent Norðursjávarolía hækkaði 74 sent á markaði í Bretlandi og var 78,67 dalir.